Viðbótarnám til stúdentsprófs

Viðbótarnám til stúdentsprófs er ætlað nemendum sem hafa lokið iðnnámi (verk- og starfsnámi) með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

Nánari upplýsingar um skipulag brautar á namskra.is

Nám á brautinni er 55 einingar en til að ljúka stúdentsprófi þarf nemandi að lágmarki 200 einingar. Til að hefja nám á 2. þrepi í kjarnagreinum þarf að uppfylla inntökuskilyrði á stúdentsbrautir skólans. Hér má sjá inntökuskilyrði á brautir skólans.

Kjarni
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 2MO05 0 5 0
Enska ENSK 2MO05  0 5 0
Íslenska ÍSLE 2RR05   2NH05   3LF05   3FM05 0 10 10
Stærðfræði STÆR 2RF05 0 5 0
Einingafjöldi     0 25 10
Bundið áfangaval, nemandi velur 15 einingar
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Enska ENSK 2OB05   3FH05   3RB05 0 5 10
Stærðfræði STÆR 3TÖ05    2AF05   3HV05 0 5 10
Ensk/ísle/stær á 3. þrepi   3XX05 0 0 5
Einingafjöldi     0 10 25
Bundið áfangaval, nemandi velur 5 einingar
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Félagsvísindi FÉLV 1ÞF05 5 0 0
Náttúrufræði NÁTT 1LE05   1JU05 5 0 0
Saga SAGA 1MF05  5 0 5
Einingafjöldi     15 0 0

Nemendur þurfa að ljúka 200 einingum til að útskrifast með stúdentspróf. Vanti upp á einingafjölda bætir nemandi við sig einingum í frjálsu vali.