Bókasafn

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur, kennara og starfsfólk skólans. Starfsemi þess styður nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum. Safnið er fyrst og fremst búið bókum, tímaritum, margmiðlunarefni og öðrum gögnum sem tengjast kennslugreinum skólans. Safnkostur er skráður í Gegni. 
Á safninu er ljósritunarvél sem einnig er skanni og prentari.
Bókasafnið er staðsett í opnu rými á neðri hæð og efri hæð í anddyri kennsluhúss. Á safninu er lesaðstaða fyrir nokkra nemendur en lesaðstaða er einnig á fyrstu hæð heimavistarbyggingar þar sem bókasafnið var áður. Þar er úrval tímarita og handbóka til afnota fyrir nemendur.

Starfsmaður bókasafns er:
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, þjóðfræðingur og sagnfræðingur hulda@me.is
Sími á bókasafninu er: 4712500

Opnunartími safnsins er mánudaga - föstudaga kl. 9.00 - 16.00
Viðvera starfsmanns er að jafnaði frá kl. 9.00 - 13:30 og er hann staddur í mótttöku skrifstofu skólans.
Lesaðstaða á gamla bókasafni er opin til kl. 18.00 og eftir það samkvæmt samkomulagi við umsjónarmann heimavistar.

Gagnlegir tenglar

Leitir.is

Timarit.is

Vísindavefur.is

Hvar.is

Google scholar 

Britannica academic edition 

ProQuest.com 

Safnkostur

Á bókasafninu kennir ýmissa grasa. Þar er gott safn alls kyns handbóka og tímarita sem koma að góðu gagni við verkefnavinnu nemenda.

Hluti af safnkostinum er einungis til afnota á Bókasafni ME en meginhlutinn er til útlána.

Þjónusta á bókasafni ME

Starfsmaður bókasafnsins sér um safnkostinn, s.s. innkaup, skráningu og útlán. Hann veitir nemendum margvíslega námsaðstoð óháða faggreinum. Auk þess aðstoðar hann við heimildaleit og fleira sem tengist bókasafninu sjálfu.

Ljósritun: Hægt er að ljósrita á bókasafninu gegn gjaldi.

Skönnun: Hægt er að skanna á bókasafninu.

Prentkvóti: Nemendur geta keypt sér prentkvóta á skrifstofu og fengið að prenta á bókasafninu.

Safnkennsla: Á hverju hausti hefur starfsmaður bókasafns komið inn í áfanga í lífsleikni og veitt fræðslu um notkun bókasafnsins sem hefur endað á kynnisferð um bókasafn ME.

Aðstoð við heimildaleit og upplýsingaöflun: Þegar unnið er að sérstökum verkefnum eru jafnan teknar til bækur sem tengjast efni verkefnanna og hafðar á sérstökum stað á safninu nemendum til afnota þar. Á meðan verkefnavinnan stendur eru þær bækur ekki lánaðar út af safninu.

Útlán: Hægt er að fá flestar bækur lánaðar út, þó eru handbækur og orðabækur ekki lánaðar út. Lánuð bók er skráð á lánþegann, sem ber ábyrgð á bókinni á meðan, og jafnframt því að bókinni sé skilað á tilsettum tíma.

Millisafnalán: Lánþegi getur beðið starfsmann bókasafns að útvega safngögn frá öðrum söfnum séu þau ekki til á bókasafni ME.

Fundir og verkefnavinna: Bókasafnið hentar vel til hverskonar verkefnavinnu. Á gamla bókasafni er góð aðstaða til að funda eða hópavinnu. Hópar verða þó að fara að reglum um að bókasafn er hljóðlátur vinnustaður.