Við Menntaskólann á Egilsstöðum er lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsmanna, auka ábyrgðartilfinningu þeirra og meðvitund um sitt nánasta umhverfi sem og umhverfismál á heimsvísu. Í starfi skólans er markvisst stuðlað að sjálfbærni á sem flestum sviðum og leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skólastarfsins. Keppt er að því að umhverfi skólans, jafnt innandyra sem utan, sé snyrtilegt og heilnæmt. Leitast er við að hafa umhverfisstefnu skólans skýra og vel sýnilega nemendum, starfsmönnum og foreldrum.
Við skólann starfar umhverfisnefnd sem skipuð er nemendum og starfsmönnum. Skólameistari setur nefndinni erindisbréf.
Samþykkt á skólafundi í maí 2015
Uppfærð áætlun 30.10.2018
Skólaárið 2018-2019
Skólaárið 2019-2020
Skólaárið 2020-2021
Ná skrefi númer 3 í Grænum skrefum.
Hefja vinnu við að ná skrefi númer 4.
Gerð er greining á úrgangsmyndun.
Unnið er að aðgerðum til að kolefnisjafna losun vegna samgangna og úrgangs.
Í lok skólaárs fer fram stöðumat á umhverfismálum skólans og umhverfisáætlun sett til næstu þriggja ára.
Menntaskólinn á Egilsstöðum er aðili að Grænum skrefum sem stjórnað er af Umhverfisstofnun. Græn skref eru verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja efla sitt umhverfisstarf. Ávinningur Grænu Skrefanna er minni umhverfisáhrif, minni rekstrarkostnaður og aukin vellíðan nemenda og starfsmanna.
Það sem skólinn hefur þegar gert er meðal annars að flokka úrgang, stuðla að vistvænum samgöngum og auka hlutfall af lífrænum og vistvænum vörum í innkaupum.
Til að aðstoða skólann við að ná markmiðum sínum í umhverfis og loftslagsmálum viljum við gjarnan fá ábendingar og tillögur frá sem flestum. Ef þú lumar á einhverju, endilega sendu línu á umhverfisnefnd skólans á netfangið bge@me.is
Menntaskólinn náði fyrsta græna skrefinu í maí 2020.