Umgengnisreglur

  • Nemendur skulu ganga hreinlega og prúðmannlega um húsakynni skólans og fara vel með muni hans. Þeir skulu vera hreinlegir og snyrtilegir í klæðaburði.
  • Nemendur skulu fara úr útiskóm og yfirhöfnum í forstofu og gangi á inniskóm í skólahúsi og á heimavist. Þess skal þó gæta að skilja ekki peninga eða önnur verðmæti eftir í yfirhöfnum.
  • Hvergi má fleygja frá sér rusli í húsum skólans eða á lóð hans, heldur skal nota viðeigandi flokkunarílát og ruslatunnur.
  • Nemendur gæti þess að valda ekki öðrum ónæði á starfstíma, hvort heldur eru kennslustundir eða lestímar. Því er beint til nemenda að sýna einnig í hvívetna háttvísi og prúðmennsku á almannafæri.
  • Ef nemandi veldur skemmdum á húsnæði eða munum skólans ber honum að skýra skólameistara eða umsjónarkennara frá því. Til þess er ætlast að nemandi bæti skemmdir sem hann er valdur að, eftir ákvörðun skólameistara.
  • Neysla matar og drykkjar er bönnuð í kennslustundum.
  • Nemendum og starfsmönnum skólans er óheimilt að neyta eða vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa í húsakynnum skólans eða á samkomum á hans vegum.
  • Um hegðun og umgengni á heimavist gilda sérstakar reglur umfram þessar.
  • Auglýsingatöflur eru ætlaðar undir auglýsingar varðandi skólahald og félagslíf nemenda skv. nánari fyrirmælum skólastjórnar. Eigi má festa upp auglýsingar annars staðar en á auglýsingatöflur, nema með sérstöku leyfi. Aðilar utan skólans mega ekki festa upp auglýsingar í húskynnum hans nema með leyfi skólameistara.
  • Brot á reglum þessum geta varðað viðurlögum og jafnvel brottvísun úr skóla.

 

Samþykkt á Skólaráðsfundi 6. febrúar 2018