Kynningarefni

Menntaskólinn á Egilsstöðum er góður kostur fyrir þá sem hyggjast stunda framhaldsnám að grunnskóla loknum. Það er samdóma álit nemenda og starfsmanna skólans að skólinn sé hæfilega stór og samskiptin persónuleg og hlýleg því allir þekkja alla.

Sérstaða ME eru spannir og verkefnatímar. Hverri önn er skipt í tvær spannir. Nemendur taka því færri áfanga í einu, einbeita sér að þeim og klára og byrja svo á nýjum áföngum á nýrri spönn. Verkefnatímar eru hluti af stundaskrá nemenda, þar vinna þeir sjálfir í sínum verkefnum með aðstoð kennara eftir þörfum.

Vorið 2020 var haldinn kynningarfundur í gegn um netið. Sá fundur var tekinn upp og er aðgengilegur hér fyrir áhugasama. Á fundinum var meðal annars fjallað um uppbyggingu náms í ME.

Árið 2019 var haldið upp á 40 ára afmæli skólans með pompi og prakt. Það var gert með afmælishátíð í maí þar sem tónlistarlífi í gegn um árin var gert hátt undir höfði og afmælisveislu með nemendum og kennurum í október. Einnig var gefinn út Glettingur í samstarfi við Gletting útgáfufélag og eru það blað aðgengilegt undir "Ættir Austfirðinga og Glettingur". N4 sjónvarpsstöðin kom í heimsókn á afmælisárinu og má sjá umfjöllun þeirra hér