Tilfinningalegar áskoranir

Hjálparsími Rauða krossins

1717 - hjálparsíminn eða netspjall

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.

HSA - Geðheilbrigðisþjónusta

Upplýsingavefur HSA

Upplýsingasíða HSA um geðheilbrigðisþjónustu stofnunarinnar. Á meðal úrræða á vegum HSA, utan hefðbundinnar læknisþjónustu, er sálfræðiþjónusa fyrir börn og fullorðna, áfallateymi geðheilsuteymi HSA.

Bergið headspace

Stuðnings- og ráðgjafarsetur

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Píeta samtökin

Forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl fyrir 18 ára og eldri. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Meðferðin er skjólstæðingum að kostnaðarlausu. 

Geðhjálp

Hugrekki - mannvirðing - samhygð

Geðhjálp eru samtök 3000 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga og þekkingarmiðlun. Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð.

Hugarafl

Valdefling

Hugarafl er langstærsti virki notendahópur á Íslandi og ekki er vitað til þess að svo stór hópur notenda sé virkur meðal frændþjóða okkar á norðurlöndum

Eitt líf

Úrræðaleitarvél

Leitarvélin, sem m.a. er unnin er í samvinnu við Minnarsjóð Einars Darra, er í grunninn rafrænn gagnagrunnur sem inniheldur lista yfir þau úrræði sem hægt er að leita sem tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar. Vonast er til að úrræðaleitarvélin auki sýnileika þeirra úrræða sem eru nú þegar til staðar og auðveldi ferlið að kynna sér viðeigandi úrræði þegar að vandasöm mál bera að garði.

Hugrún

Geðfræðsla

Hugrún, geðfræðslufélag var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Í dag taka fjölmargir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri einnig þátt í starfsemi félagsins. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Frábær vefsíða, uppfull af fróðleik. Smelltu hér til að komast beint á umfjöllun um kvíðaraskanir og hér fyrir umfjöllun um þunglyndi. 

Um kvíða og gagnsemi tilfinninga

Youtube myndband á íslensku

Frábært myndband sem framleitt er af Stöndum saman - félagi um geðfræðslu. 

HAM - hugræn atferlismeðferð

Youtube myndband á íslensku

Frábært myndband um gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar úr átakinu "Þinn besti vinur" sem framleitt er af Stöndum saman - félagi um geðfræðslu.

KMS.is

Kvíðameðferðarstöðin

Markmið KMS er að veita eins árangursríka meðferð við kvíða fyrir fullorðna og völ er á, efla aðgengi fólks að sálfræðimeðferð og stuðla að framþróun rannsókna á sviði kvíðaraskana. Á vefsíðunni má einnig finna ýmsan fróðleik og fræði í tengslum við kvíða og áskoranir honum tengdum.

Litlakms.is

Litla kvíðameðferðarstöðin

Litla Kvíðameðferðarstöðin (litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni sem einnig sinnir aðstandendum þeirra og því fagfólki sem vinnur með börnum og ungmennum. Litla KMS sérhæfir sig í meðferð kvíðaraskana, áráttu og þráhyggju og áföllum. Við veitum einnig sérhæfða meðferð við þunglyndi og öðrum tilfinningavanda, svo sem reiði, afbrýðisemi, skömm og sektarkennd. Á Litlu KMS er einnig unnið með tengd vandamál er snúa að velferð barna s.s. svefnvanda, lágu sjálfsmati, tölvufíkn, sjálfsskaða, einelti, skilnaðir eða andlát/áföll.

Áttavitinn.is - Hvað er kvíði?

Um kvíðaviðbragðið og kvíðaraskanir

Umfjöllun og kvíða og tegundir kvíðaraskana á Áttavitinn.is sem er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins.

Um kvíða barna og ungmenna

Heilsuvera.is

Umfjöllun á heilsuveru um kvíða barna og ungmenna, tegundir kvíða, ástæður, einkennni, greiningu og bjargráð. 

HAM hugræn atferlismeðferð

Meðferðarhandbók Reykjalundar

Starfsfólk geðsviðs Reykjalundar hefur þróað meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi í mörg ár. Nú er þessi bók útgefin til notkunar fyrir almenning og meðferðaraðila en hún er samtímis komin inn á veraldarvefinn þar sem nálgast má texta bókarinnar og verkefni, bæði á ritformi og á hljóðskrám, sem gerir hana aðgengilega fyrir mun fleiri en áður m.a. þá sem eiga við lesblindu að stríða.

Ertu undir miklu álagi?

5 atriði sem er alltaf mikilvægt að huga að þrátt fyrir álag

Þrátt fyrir að álagið sé mikið þá verða þættir eins og hvíld, næring, hreyfing, slökun og skipulag ekki minna mikilvæg!

Kvíðastjórnun

Slökunaraðferðir (infograph)

Infograph um aðferðir til að draga úr kvíða. Upphaflega útbúið vegna prófkvíða en er gagnlegt að grípa til í alls konar aðstæðum. 

#Huguð

Herferð á vegum Hugrúnar - geðfræðslufélags

Herferðin #Huguð á vegum Hugrúnar geðfræðslufélags. Í #Huguð deila sjö einstaklingar sínum upplifunum af ólíkum áskorunum við geðraskanir. Þannig er athygli vakin á geðheilbrigði, fjölbreytileika geðsjúkdóma og þeim úrræðum sem standa til boða.

Lótusapp

Leiddar hugleiðslur á íslensku

Lótusapp er gjöf hugleiðsluskólans Lótushúss til íslensks samfélags. Það er von okkar að appið muni vera fólki hvatning til að staldra við í erli dagsins og næra og endurhlaða sjálfið. Við trúum því að slík iðkun hafi ekki aðeins jákvæð áhrif fyrir iðkandann heldur fyrir samfélagið allt.

Hugleiðslurnar geta hentað byrjendum jafnt sem lengra komnum. Þær eru sprottnar úr hugmyndafræði RAJA YOGA sem hefur það að markmiði að auka sjálfsþekkingu og draga þannig fram það besta í einstaklingnum.

Calm

Hugleiðsluapp

Vinsælt app til að bæta svefn og æfa hugleiðslu. 

Headspace

Núvitundarapp

App sem aðstoðar notendann við að staldra við í núinu. Núvitundaræfingar og hugleiðslur sem miða að því að bæta svefn, draga úr streitu og kvíða og margt fleira. 

Öndunaræfing

3 mínútur

Notaleg öndunaræfing með notalegum umhverfishljóðum á Youtuberás átaksins "Þinn besti vinur" sem framleitt var af Stöndum saman - félagi um geðfræðslu. Þú einfaldlega andar inn þegar hringurinn/myndin stækkar og út þegar hún minnkar. 

Núvitundaræfing á íslensku

Að hlusta á hljóð

Leidd núvitundaræfing af youtuberás átaksins "Þinn besti vinur" sem framleitt er af Stöndum saman - félagi um geðfræðslu. 

Slökunar- og núvitundaræfingar- og tónlist

Playlisti á Youtube rás ME

Hér má finna playlista á Youtube rás Menntaskólans á Egilsstöðum þar sem teknar hafa verið saman bæði slökunar- og núvitundaræfingar auk slökunartónlistar. 

Sorgarmiðstöð

Stuðningur

Markmið Sorgarmiðstöðvar er að styðja við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemin lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Sorgarmiðstöð er öllum opin.