Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl fyrir 18 ára og eldri. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Meðferðin er skjólstæðingum að kostnaðarlausu.
Er í grunninn rafrænn gagnagrunnur sem inniheldur lista yfir þau úrræði sem hægt er að leita til þegar vandasöm mál bera að garði sem varða og/eða tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar. Úrræðaleitarvél er með notendavænu viðmóti sem leyfir fólki að setja inn leitarskilyrði til þess að fá ítarlegri úthlutun úrræða sem gætu hentað fyrir viðkomandi. Breytur sem má helst nefna eru aldur, kyn, staðsetning og við hvers kyns vanda. Vonast er til að úrræðaleitarvélin auki sýnileika þeirra úrræða sem eru nú þegar til staðar og auðveldi ferlið að kynna sér viðeigandi úrræði þegar að vandasöm mál bera að garði.
Leitarvélin er unnin er í samvinnu við félagasamtökin og Minnarsjóð Einars Darra - Eitt líf, ásamt hópi fólks sem Menntamálaráðuneytið kallaði saman.