Starfsbraut

Markmið starfsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið og þátttöku í atvinnulífinu og/eða frekara námi. Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina.

Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum í grunnskólum, hafa fengið sérstakan stuðning við nám og/eða haft aðlagað námsefni.

 Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Þeir eiga einnig að hafa kynnst og/eða öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, þ.e. ef þeir hafa áhuga og/eða hæfni til þess. Nám á starfsbraut tekur allt að fjögur ár en þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.

Leitast er við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir. Námsbrautin er 240 einingar, námslok eru á 1. hæfniþrepi.

Kjarni
Námsgrein   Áfangi 1. þrep
Enska ENSK 1LR05  1LS05 1MT05 1OM05 20
Lífsleikni LÍFS 1FJ05  1HN05  1KF05 1LM05 20
Lýðheilsa LÝÐH 1BO02 1DS02  1GV02 1HR02  1SU02  1ÍÚ02 12
Starfsnám STAR 1AÞ05 1RS05  1SA05 1VF05 20
Stærðfræði STÆR 1AD05 1DL05  1GR05 1GS05 20
Íslenska ÍSLE 1HV05 1LL05  1LR05 1TM05 20
Einingafjöldi     112
Bundið áfangaval

 

Námsgrein   Áfangi 1. þrep
Danska DANS 1SK05 5
Enska ENSK 1MR05 1TL05  1TR05 1TÖ05 20
Félagsfræði FÉLA 1TT05 5
Heilbrigðisfræði HBFR 1PH05 1SS05 10
Heimilisfræði HEFR 1BA05 1MM05 1VH05 1ÞH05 20
Íslenska ÍSLE 1KM05 1LM05  1RM05 1TL05 20
Landafræði LAND 1HÁ05 1NL05  1SB05    15
Listir LSTR 1ET05 1LS05 10
Lífsleikni LÍFS 1LÆ05 1TÓ05 10
Lýðheilsa LÝÐH 1ST02  1XX02 4
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1FN05 1UM05  1ÁV05 15
Náttúrufræði NÁTT 1NS05 5
Skyndihjálp SKYN 1SE01 1
Smiðja SMIÐ 1HM05 1MM05  1MÁ05 1NÁ05  1NÝ05 1SB05 30
Starfsnám STAR 1SS05 1ST05  1SÚ05  1VV05 20
Stærðfræði STÆR 1PH05 1PI05  1PR05 1TG05 20
Upplýsingatækni UPPT 1NÖ05 1RV05 1SK05 15
Einingafjöldi     225
Val

Nemendur velja áfanga út frá áhugasviði úr áfangaframboði skólans. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn.

Nánari upplýsingar á namskra.is