1. des - árshátíð ME í kvöld í Valaskjálf

Í kvöld blása nemendur, undir stjórn nemendaráðs ME, til árshátíðar skólans. Þema hátíðarinnar í ár er Winter Wonderland. Veðurguðirnir ákvaðu einnig að halda sig við þemað eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Nemendaráð, undirfélög og skemmti- og skreytinefnd hafa verið að undirbúa árshátíðina í dágóðan tíma en viðburðurinn er einn af hápunktum í félagslífi ME. Í boði er hátíðarkvöldverður í fallegu þemaskreyttu umhverfi undir fjölbreyttri dagskrá sem nemendur hafa sett saman. Við erum fullviss um að kvöldið verði bæði skemmtilegt og eftirminnilegt fyrir alla.