18 brautskráð frá ME

Í dag voru tímamót í lífi 18 nýstúdenta sem brautskráð voru frá ME við hátíðlega athöfn í Egilsstaðakirkju. Tíu þeirra voru viðstödd brautskráningarathöfnina. Stærsti hluti nýstúdenta að þessu sinni hafa stundað sitt nám í fjarnámi við skólann sem er til marks um þróun í skólastarfinu. 

Athöfnin, sem Bergþóra áfangarstjóri stjórnaði, var afar hátíðleg en hún hófst með ávarpi Árna skólameistara áður en prófskírteini voru afhent. Að þessu sinni voru þrír nemendur brautskráðir af félagsgreinabraut, þrír af listnámsbraut og tólf af opinni braut.

Áslaug Auður Blær Ásudóttir flutti fyrir hönd nýstúdenta og um tónlist sáu þau Krista Þöll Snæbjörnsdóttir og Aron Már Leifsson. Fluttu þau bítlalögin In my life og Now and then með glæsibrag.

Starfsfólk skólans óskar útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann og þakkar samfylgdina undanfarin ár. Við erum afar ánægð og stolt af því að nýstúdentarnir okkar, bæði fjar- og dagskólanemendur, hafi valið að stunda sitt nám við ME.