25 nemendur brautskráðir í dag

Glæsilegur útskriftarhópur
Glæsilegur útskriftarhópur

25 nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í dag við hátíðlega athöfn í Egilsstaðakirkju. 12 útskrifuðust af félagsgreinabraut, 9 útskrifuðust af opinni braut, 3 útskrifuðust af náttúrufræðibraut og 1 af listnámsbraut.

Við óskum öllum ný-stúdentum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Myndir úr athöfninni verða aðgengilegar fljótlega hér á me.is