25 nemendur útskrifaðir í dag

Útskrift jól 2021
Útskrift jól 2021

Í dag útskrifuðust 25 nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, 8 af félagsgreinabraut, 1 af listnámsbraut, 6 af náttúrufræðibraut, 7 af opinni braut 1 af starfsbraut og 2 með viðbótarnám til stúdentsprófs. Útskriftin var í beinni útsendingu á Facebook síðu skólans en nánustu aðstandendur útskriftarnema gátu verið viðstödd útskriftina. 

Á útskriftinni fór Árni Ólason skólameistari yfir skólastarfið og Bergþóra Arnórsdóttir áfangastjóri stýrði athöfninni og verðlaunaafhendingum. Nemendur fluttu tónlistaratriði og Eydís Una Jóhannsdóttir flutti ávarp nýstúdents.

Hæstu meðaleinkunn til stúdentsprófs náði Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir með meðaleinkunnina 8,8.

Starfsfólk ME óskar nýstúdentum öllum innilega til hamingju með áfangann með velfarnaðaróskum til framtíðar