37 nýstúdentar

Nýstúdentar vorið 2022
Nýstúdentar vorið 2022

Í dag útskrifuðust 37 nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, 11 af félagsgreinabraut, 12 náttúrufræðibraut, 13 af opinni braut og 1 með viðbótarnám til stúdentsprófs. 

Fjölmargir nemendur hlutu viðurkenningar ýmist fyrir námsárangur, félagsstörf, seiglu eða bætingar í námi. 

Á útskriftinni fóru Árni Ólason skólameistari yfir skólastarfið og Bergþóra Arnórsdóttir áfangastjóri stýrði athöfninni og verðlaunaafhendingum.  Elísabeth Anna fráfarandi formaður NME flutti ávarp nýstúdents og Rannveig Þórhallsdóttir flutti ávarp starfsfmanna.

2 tónlistaratriði voru flutt af nýstúdentum

Dúx skólans vorið 2022 er Einar Freyr Guðmundsson. Einar Freyr var með meðaleinkunnina 9.79. Einari Frey var hrósað fyrir góða ástundun og námsárangur en jafnframt hefur Einar verið virkur í félagslífi ME.

Starfsfólk ME óskar nýstúdentum öllum innilega til hamingju með áfangann með velfarnaðaróskum til framtíðar.

Nokkrar myndir frá athöfninni má finna hér