41 nýstúdent frá ME

Sex nemendur fengu viðurkenningu vegna félagsstarfa í ME.
Sex nemendur fengu viðurkenningu vegna félagsstarfa í ME.

 

Í dag útskrifuðust 41 nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, 19 af félagsgreinabraut, 3 af listnámsbraut, 14 af náttúrufræðibraut og 5 af opinni braut. Útskriftin var í beinni útsendingu á Facebook síðu skólans en vegna samkomutakmarkana þurfti að takmarka fjölda gesta.

Á útskriftinni fór Árni Ólason skólameistari yfir skólastarfið og Bergþóra Arnórsdóttir áfangastjóri stýrði athöfninni og verðlaunaafhendingum. Sýndar voru kveðjur frá starfsmönnum ME, nýstúdentar fluttu tónlistaratriði og Helgi Ómar Bragason fyrrverandi skólameistari tók til máls fyrir hönd starfsfólks. Hafrún Alexía Ægisdóttir fyrrverandi formaður NME flutti ávarp nýstúdents.

Dúx skólans vorið 2021 er Bjarki Sólon Daníelsson. Hann var með meðaleinkunnina 9,84. Var honum hrósað fyrir samviskusemi ásamt því að vera virkur í félagsstarfi og íþróttum. Starfsfólk ME óskar nýstúdentum öllum innilega til hamingju með áfangann með velfarnaðaróskum til framtíðar.

Nokkrar myndir frá athöfninni eru hér.