48 brautskráð frá ME í dag

Í dag eru tímamót í lífi 48 nemenda sem brautskráð voru frá Menntaskólanum á Egilsstöðum við hátíðlega athöfn í Valaskjálf. 15 voru brautskráð af félagsgreinabraut, 1 af listnámsbraut, 10 af náttúrufræðibraut, 21 af opinni braut og 1 þar að auki með viðbótarnám til stúdentsprófs. Í hópnum að þessu sinni voru 21 fjarnemi.

Athöfninni stjórnaði Bergþóra áfangastjóri en ávörp fluttu Árni skólameistari, Sigríður Lára, fyrir hönd starfsfólks og Tomas Viðar, fráfarandi formaður NME flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Um tónlist sáu nýstúdentarnir Unnar og Emilía Anna en þau fluttu lögin "Leiðin okkar allra" og "Ég er eins og ég er" með glæsibrag.

Starfsfólk ME sendir útskriftarnemum og aðstandendum þeirra hjartans hamingjuóskir með áfangann. Við óskum ykkur öllum gæfu og gleði í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þið takið ykkur fyrir hendur næst.

Fleiri myndir frá deginum má finna hér