Barkinn 17. mars

Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum verður haldinn 17. mars næstkomandi í Valaskjálf. Húsið opnar kl. 19 og herlegheitin byrja kl. 19:30. 

Það eru 11 keppendur skráðir svo von er á spennandi keppni. Sá aðili sem sem stendur uppi sem sigurvegari í Barkanum mun keppa fyrir hönd ME í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram á Húsavík 3. apríl næstkomandi. 

Hvetjum öll til að mæta og gera sér glaðan dag.