Barkinn 2021

Tónlistarfélag ME eða TME eins og það er jafnan kallað hefur staðið í ströngu síðustu vikur við undirbúning Barkans. Barkinn er haldin í Valaskjálf 24. Mars kl 19:00 þar sem átta atriði verða flutt. Þeir sem syngja eru Heiðbjört Stefánsdóttir, Rebecca Lísbet Sahram, Sylvía Karen Ragnarsdóttir, Jóhanna Hlynsdóttir, Emilía Anna Óttarsdóttir, Sara Lind Sæmundsdóttir, Guðrún Lára Einarsdóttir og Heiða Rós Björnsdóttir.

Meðlimir TME sjá um undirspil hjá öllum keppendum. Á gítar spila Hrafnhildur Margrét Vídalín Áslaugardóttir og Marteinn Lundi Kjartansson, á píanó silar Unnar Aðalsteinsson, á bassa spilar Pálmar Lárusson Snædal og á trommur Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir.

Í dómnefnd sitja Jón Hilmar Kárason, Bjarni Haralds og Nanna Imsland.

Almennt verð er 1500 krónur, frítt inn fyrir NME meðlimi og grunnskólabörn. Miðasala hefst í Valaskjálf kl. 18:30. Takmarkaður sæta fjöldi.

Minnum að sjálfsögðu á grímuskyldu og sóttvarnarreglur.