Barkinn - söngkeppni ME á miðvikudag

Tónlistarfélag ME blæs til Barkans, söngkeppni ME, í Sláturhúsinu á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30. 
Þátttakendur í ár eru 12 talsins og lagaval fjölbreytt og skemmtilegt.
Sigurvegari keppninnar mun taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd skólans. 

Almennt miðaverð: 1500 kr. 
Yngri en 16 ára: 1000 kr.
NME/ME: 1000 kr. 

Öll hjartanlega velkomin.