Barkinn - söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum

Tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir Barkanum - söngkeppni ME næstkomandi fimmtudag, 2. mars. Keppnin fer fram í Valaskjálf, húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Miðinn kostar 2500 kr. en NME félagar og starfsfólk ME fær miðann á 1500. Miðasala fer fram við hurð.

Það eru 11 keppendur skráðir til leiks og verður þetta án efa tónlistarveisla. Sigurvegari keppninnar keppir svo fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Æfingar fyrir keppnina hafa farið fram um nokkurra vikna skeið og er mikil vinna að baki. Hljómsveitina sem spilar undir sönginn skipa Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir á trommur, Benedikt Árni Pálsson á gítar, Hrafnhildur Margrét Vídalín Áslaugardóttir á bassa, Unnar Aðalsteinsson á píanó/hljómborð, Aron Már Leifsson spilar á gítar og Dögun Óðinsdóttir spilar á hljómborð. Bakraddir eru Dögun Óðinsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Emilía Anna Óttarsdóttir og Krista Þöll Snæbjörnsdóttir. Kynnir verður Sebastían Andri Kjartansson.

Atriði kvöldsins og flytjendur eru eftirfarandi:

Þorgerður Sigga Þráinsdóttir flytur lagið "Zombie" með hljómsveitinni The Cranberries.

Anna Jóna Steinþórsdóttir flytur lagið "Ég fer ekki neitt" með Sverri Bergmann.

Krista Þöll Snæbjörnsdóttir flytur lagið "Head Over Heels" með hljómsveitinni Tears for Fears.

Emma Rós Ingvarsdóttir flytur lagið "Ain´t No Sunshine" með Bill Withers.

Gyða Árnadóttir flytur lagið "Mamma Knows Best" með Jessie J.

Hjördís María Sigurðardóttir flytur lagið "House of the Rising Sun" með hljómsveitinni The Animals.

Emilía Anna Óttarsdóttir flytur lagið "Who´s Loving You" með Jackson 5.

Dögun Óðinsdóttir flytur lagið "Because of You" með hljómsveitinni Skunk Anansie.

Sesselja Ósk Jóhannsdóttir flytur lagið "No Time to Die" með Billie Eilish.

Hekla Pálmadóttir flytur lagið "I Don´t want to Miss á Thing" með hljómsveitinni Aerosmith.

Sigurásta Guðbjörg Ólafsdóttir flytur lagið "Rise Like a Phoenix" með Conchita Wurst.