Brautskráning stúdenta þann 21. desember

Á morgun, fimmtudaginn 21. desember, munu 18 nemendur útskrifast frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Tíu þeirra verða viðstödd brautskráningarathöfn í Egilsstaðakirkju. Til gamans má geta að í þetta skiptið útskrifast fleiri fjarnemar en dagskólanemar. Að þessu sinni útskrifast þrír nemendur af félagsgreinabraut, þrír af listnámsbraut og tólf af opinni braut. 

Athöfnin hefst kl. 14:00 og verður henni jafnframt streymt á Youtube-rás Egilsstaðakirkju.