Breyting á skóladagatali

Gerð hefur verið minniháttar breyting á skóladagatali vorannar þar sem opinn dagur í mars færist fram um eina viku, frá miðvikudegi 22. mars yfir á miðvikudag 15. mars.

Þessi opni dagur er helgaður tónlistinni og eru breytingarnar gerðar vegna óska tónlistarfélagsins um að færa Söngvakeppnina Barkann fram um eina viku.

Nýtt skóladagatal var síðan samþykkt í skólanefnd og í skólaráði og er nú sýnilegt á heimasíðunni.