Breytt fyrirkomulag vegna sóttvarnaraðgerða

Menntaskólinn á Egilsstöðum skellir í lás í fyrramálið vegna hertra sóttvarnarráðstafana sem tilkynnt 

var um í dag. Það þýðir að engir dagskólanemar verða í skólanum fram að páskafríi (á fimmtudag og föstudag). Kennslan verður rafræn á stundarskrártíma í gegnum Canvas, verkefnatímar og íþróttir falla niður.

Nemendur eru beðnir að skoða skipulag hvers áfanga á Canvas, þar verða settar inn nánari upplýsingar frá kennurum.

Á föstudag hefst páskafríið og skólastarfið leggst því í dvala þar til kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 7. apríl næstkomandi. 

Heimavist og mötuneyti loka seinnipartinn á fimmtudag og eru heimavistarbúar beðnir að halda heimleiðis eins fljótt og kostur er. Ef heimavistarbúar lenda í vandræðum með það skulu þeir hafa samband við skólameistara.

Við biðjum nemendur skólans að virða fyrirmæli frá sóttvarnarlækni í páskafríinu.

Upplýsingar um skipulagið eftir páskafrí verður birt hér á heimasíðu skólans og sent í tölvupósti til nemenda áður en kennsla hefst á ný.