Ef ME væri persóna....

Skólaárið 2021-2022 voru ýmsar kannanir lagðar fyrir nemendur og starfsmenn eins og vera ber. Í stuttum könnunum sem lagðar voru fyrir vorið 2022 voru starfsmenn og nemendur spurðir í sitthvoru lagi út í persónuna ME. Spurt var „Ef ME væri persóna hvernig myndir þú lýsa henni?“

Svörin voru mjög skemmtileg og er greinilegt að nemendur og starfsmenn hugsa fallega til skólans okkar.

Niðurstöður starfsmanna voru ekki ólíkar þó önnur orð væru að miklu leyti notuð. Niðurstöðurnar í orðaskýi líta svona út: (sjá mynd til hliðar)

 

Svo sannarlega góð meðmæli með skólanum okkar!

Að auki komu nokkrar mjög skemmtilegar lýsingar, ýmist langar eða stuttar.

Einn nemandi lýsti skólanum til dæmis svona;

“ME væri ofvirkur fjárhundur sem hleypur í hringi bara af því að það er gaman.”

Einn starfsmaður hafði þetta að segja:

“ME væri umhyggjusöm og opin persóna sem væri ekki hrædd við nýjungar eða að vera leiðandi í starfi.”

Annar nemandi hafði þetta að segja

“Sem bestu persónu í heimi, get alltaf leitað til hennar, hún er alltaf til staðar fyrir mig og alltaf til að hjálpa mér, veit ekki hvar ég væri án hennar og ég mun aldrei gleyma því hvað hún hefur gert fyrir mig. Elska ykkur öll.”

Ef ME væri persóna, hvernig myndir þú lýsa henni?