Opinn spjallfundur í fyrirlestrarsal ME. 1. nóvember kl. 19:00.

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt og fer fundurinn fram 1. nóvember kl. 19:00

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!

Skráðu þig á Facebook viðburðinn og fáðu áminningu: https://fb.me/e/5WbQe4eYK

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

ADHD Austurland