Ernuland í heimsókn í ME

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur, rithöfundur og öltul talskona jákvæðrar líkamsímyndar kom í til okkar í ME í gær, fimmtudag, og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk um jákvæða líkamsímynd. Þar ræddi hún við ME-inga um líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa fólk nær jákvæðri líkams ímynd. 
 
Erna er frábær fyrirmynd og við þökkum henni kærlega fyrir að koma í heimsókn og fræða okkur betur um þetta mikilvæga málefni. Við bendum áhugasömum á miðlana hennar sem hún kallar Ernuland og hún heldur úti bæði á Instagram og Facebook.