Erum við að leita að þér?

Mötuneyti Menntaskólans á Egilsstöðum leitar að 2 starfsmönnum í mötuneyti skólans. Um 2 störf er að ræða, annað 40% og hitt 50%. Um kvöldvaktir er að ræða frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 16:30-20:30, en annar aðilinn væri einnig starfandi fyrri hluta dags á föstudögum (kring um hádegið).

Helstu verkefni

  • Undirbúningur og framkvæmd við matargerð
  • Frágangur og þrifnaður á borðbúnaði og áhöldum í eldhúsi
  • Frágangur og þrif í matsal og eldhúsi
  • Afgreiðsla eftir þörfum
  • Flokkun afganga og sorps.
  • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfnikröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
  • Hafa gaman af samvistum við unglinga.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
  • Framúrskarandi þjónustulund.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi stofnanasamningi milli Mötuneytis ME og Afls

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst.

Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall 40-50%

Umsóknarfrestur er til og með 11.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Árni Ólason skólameistari s. 4712500 eða ao@me.is