Á seinni haustspönn 2025 var kenndur listgreinaáfangi þar sem nemendur fengu tækifæri til að gera einhverskonar myndir úr mósaík. Kennari í áfanganum var Stefanía Ósk. Þetta er dæmi um fjölbreytta áfanga sem eru í boði í ME.
Nemendur ákváðu hvaða myndir þeir vildu gera og völdu plötu fyrir verkin í samræmi við það. Platan var grunnuð og borað fyrir festingum svo hægt yrði að hengja myndina upp. Þá var myndin unnin. Nemendur studdust við ljósmyndir úr eigu sinni eða leituðu hugmynda annars staðar. Efnið sem var notað við sköpunina var nokkuð fjölbreytt og skemmtilegt. Þar voru meðal annars tilbúnar mósaíkflísar, glerbrot, postulínsbrot ásamt fjörusteinum og glerbrotum frá erlendum ströndum.
Gaman er að segja frá því að Miðás ehf gaf skólanum plöturnar sem þurfti í þetta verkefni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Afrakstur nokkurra nemenda má sjá hér