Fjarnám á vorönn 2023

Umsóknarfrestur í fjarnám á vorönn 2023 er frá 15. nóvember - 19. desember. Fjölmargir áfangar eru í boði, bæði kjarnagreinar og áhugaverðir valáfangar. Námsframboðið og allar upplýsingar eru hér á heimasíðunni undir fjarnám. Einnig má senda póst á fjarnam@me.is ef einhverjar spurningar vakna, aðstoð vantar við valið eða hugur stendur til að láta meta nám sitt inn á námsbraut í ME.