ME fjórði hæsti skólinn og fyrirmyndarstofnun 2020

ME fjórði hæsti skólinn
ME fjórði hæsti skólinn

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2020 voru kynntar í gær 14. október. Menntaskólinn á Egilsstöðum er í 5. sæti yfir meðalstórar stofnanir þegar niðurstöður könnunarinnar um Stofnun ársins voru kynntar, en stofnunum er skipt upp í litlar, meðalstórar og stórar stofnanir. Heildareinkunn ME eru 4,44 af 5 mögulegum sem setur skólann í 4. sæti yfir framhaldsskóla landsins. Ef heildarlisti allra stofnana er skoðaður er ME í 11. sæti.

Með þessum góða árangri hefur ME hlotið titilinn fyrirmyndarstofnun 2020 og má nota þann titil næsta árið.

Síðustu ár hefur ME komið vel út úr þessum könnunum en starfsandi í stofnuninni er afar góður og er stofnunin mönnuð frábæru starfsfólki sem vinnur vel saman. Það er svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur og erum við afar stolt af því frábæra starfi sem fer fram í skólanum okkar.