Fundur um fyrirhugað nám á félagsliðabraut

Þar sem fyrirhugað er að hefja kennslu á félagsliðabraut við ME frá og með hausti 2021 ef næg þátttaka næst, bjóða Þórhildur Þöll, hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari, Nanna Imsland, náms- og starfsráðgjafi og Árni Ólason skólameistari öllum áhugasömum á kynningarfund, miðvikudaginn 5. maí kl. 11:00 á Zoom. Á fundinum verður farið yfir brautarlýsingu og kennsluskipulag næstu anna. Náminu lýkur á 3. hæfniþrepi, er allt kennt í fjarnám og því tilvalið fyrir fólk sem starfar á (eða hefur áhuga á að starfa á) sviði félags- og umönnunarþjónustu.
 
En hvað gera félagsliðar og hvar starfa þeir?

Félagsliðar vinna á sviði félags- og umönnunarþjónustu. Í starfinu felst að aðstoða og styðja einstaklinga til virkni í samfélaginu. Félagsliðar aðstoða börn og unglinga í félagslegum vanda og þjónusta fatlaða, aldraða og fólk með geðraskanir svo dæmi séu tekin. Félagsliðar styrkja skjólstæðinga sína til að hjálpa sér sjálfir og örva þá til þátttöku í samfélaginu. Félagsliðar vinna í samstarfi við aðrar fagstéttir á öldrunar- eða geðsviði, innan félagsþjónustu eða í skólum og eru einnig í samskiptum við aðstandendur skjólstæðinga sinna. Hægt er að fræðast frekar um störf félagsliða hér.

Áhugasamir mega gjarnan skrá sig á Facebook viðburðinn hér.
 
Linkinn á fundinn má síðan finna hér.