ME keppir í Gettu betur 13. janúar

Gettu betur lið ME 2022
Gettu betur lið ME 2022

Fyrsta umferð Gettu betur verður í streymi á ruv.is 10.-13. janúar næstkomandi og önnur umferð 17.-19. janúar. 

Menntaskólinn á Egilsstöðum á sína fyrstu viðureign við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ þann 13. janúar. Til undirbúnings fer fram viðureign við kennara í ME miðvikudaginn 12. janúar. 

Í liði ME þetta árið eru þau Heiðdís Jóna Grétarsdóttir, Gunnar Einarsson og Unnar Aðalsteinsson. Við óskum þeim góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim. Áfram ME!