Fyrsti skóladagur seinni vorspannar

Fyrsti skóladagur seinni spannar er á morgun miðvikudaginn 9. mars. Kennt er samkvæmt stundaskrá.

Þó verða ekki verkefnatímar þennan fyrsta dag en nemendur eru hvattir til að verða sér út um námsefni þennan dag.

Mikilvægt er að setja sér markmið um að gera sitt besta bæði í námi og eins í félagslífi skólans sem fer að færast í eðlilegt horf aftur.

Munið að vera heima við og tala heimapróf  ef þið vaknið með Covid lík einkenni og síðan sprittum við og pössum hreinlætið.

Grímur eru áfram í boði en eru valfrjálsar meðan birgðir endast.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll sömul og klárum vorönnina saman með stæl.