Fyrstu dagar skólaársins

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Menntaskólinn á Egilsstöðum


Núna, við lok fyrstu viku haustannar, eru 178 nemendur skráðir í dagskólann. Nokkur hluti nemenda sem var í dagskólanum á seinasta skólaári hefur kosið að vera í fjarnámi á þessari önn og eru ástæður þess af ýmsum toga.

Eins og undanfarin ár er mikil aðsókn í fjarnám ME og eru núna 320 nemendur í fjarnámi. Fjarnámið hefur verið vinsælt og skýrist það meðal annars af því að kennarar leggja sig fram um að veita góða þjónusta og nýta forrit sem henta vel til fjarnáms. Geta má þess að í ME er notaður námsvefurinn Canvas sem mun gagnast vel nemendum sem stefna á háskólanám hérlendis þar sem flestir háskólarnir hafa nú innleitt Canvas.