Gettu betur hefst 9. janúar

Katrín, Rökkvi og Heikir
Katrín, Rökkvi og Heikir

Gettu betur spurningakeppnin hefst á Rás 2 þann 9. janúar næstkomandi. Í fyrstu viðureign kvöldsins mun ME etja kappi við Menntaskólann á Ásbrú. 

Í liði ME eru þau Katrín Edda Jónsdóttir, Heikir Ingi Hafliðason og Rafael Rökkvi Freysson. Þjálfari liðsins er Jóhann Hjalti Þorsteinsson.

Til að undirbúa sig mun lið ME etja kappi við kennara skólans í pressukeppni í dag, fimmtudaginn 5. janúar kl. 15:15. 

27 lið eru skráð til leiks, sigurvegari síðasta árs situr hjá í fyrstu umferð og komast beint í aðra umferð ásamt 12 sigurliðum. 3 stigahæstu tapliðin munu komast áfram í 2. umferð. Sigurliðin úr annarri umferð mætast svo í átta liða úrslitum í sjónvarpi.

Við óskum Katrínu, Heiki og Rafael Rökkva góðs gengis. Áfram ME!