Gleðivika ME í gangi

Í dag hófst gleðivika ME en gleði er eitt af gildum ME. Í ár verður áhersla á heilsu og gleði enda eru þeir þættir nátengdir. Búið er að útbúa dagskrá sem fer að mestu fram í hádegishléum en einnig verður í gangi heilsuáskorun fyrir nemendur og starfsfólk (sjá meðfylgjandi myndir með nánari útskýringum). Hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að taka þátt í heilsuáskorun. Verðlaun verða dregin út fyrir heppna einstaklinga og eru vinningarnir ekki af verri endanum. Við þökkum Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði og Austur kærlega fyrir verðlaunin.

Verðlaun eru: 

Árskort á skíði í Oddsskarði

Helgarpassi á skíði i Oddsskarði

Mánaðar passar frá Austur (2)

 

Til að taka þátt í heilsuáskorun þarf að framkvæma öll 5 atriðin á listanum (sjá mynd) og senda 5 myndir því til sönnunar á Soffíu Björgu formann heilsueflingar- og skólabragsnefndar. Með því að framkvæma öll atriðin og senda myndir ertu komin/n í pottinn!