Göngudagur í ME verður fimmtudag 28.ágúst og hefðbundið skólahald fellur niður þann dag.
Mikilvægt að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm.
Heimavistarbúar gera sér nesti í mötuneytinu en þar er opið frá kl 08:00.
Gangan hefst kl 10:00 í ME og lýkur um kl 14:00 með pylsupartýi hér á lóðinni.
Áfangastaðurinn er Freysnes í Fellum á móti golfvellinum. Mjög fallegur staður og gott útsýni yfir þéttbýlið á Egilsstöðum..
Þessi göngudagur og þáttaka í næstu göngudögum í vor gefur eina námseiningu.