Grænfáninn dreginn að húni við ME

Þökk sé ötulu starfi umhverfisnefndar skólans í samstarfi við nemendur og starfsfólk ME var Grænfáninn dreginn að húni við skólann í fyrsta skiptið í morgun en Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem unnið hafa að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Í tilefni afhendingar fánans, viðurkenningarskjals og skiltis, mættu nemendur og starfsfólk út að hringtorgi þar sem Guðrún Schmidt, sérfræðingingur skóla á grænni grein hjá Landvernd afhenti umhverfisnefnd skólans og Birni Gísla formanni nefndarinnar fánann. Árni skólameistari dró fánann síðan að húni. 

Fáninn er sannarlega ein rósin enn í hnappagat skólans og umhverfisstefnu hans. 

Til hamingju kæru nemendur og starfsfólk. 

Á myndinni má sjá nemendur og starfsfólk úr umhverfisnefnd skólans ásamt Guðrúnu Schmidt og Árna Ólasyni skólameistara. Frá vinstri: Tinna Brá Gunnarsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sara Rut Magnadóttir, Daníel Hvidbro Baldursson, Elín Ása Heiðarsdóttir, Þórhildur Þöll Pétursdóttir, Kristófer Hilmar Brynjólfsson, Björn Gísli Erlingsson, Guðrún Schmidt og Árni Ólason. Á myndina vantar Katrínu Högnadóttur.