Hefðbundnir námsmatsdagar

Á morgun, föstudag, hefjast námsmatsdagar í ME. Dagskrá námsmatsdaga er með hefðbundnum hætti eins og auglýst hefur verið.

Í hverjum áfanga eru tveir námsmatstímar, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi.

Fyrirkomulag námsmatsdaga er ákveðið af kennara hvers hóps og hefur verið kynnt nemendum. 

Ef nemandi er enn þá óviss með námsmat í einhverjum áfanga þá er best að byrja á að skoða fyrirmælin á Canvas námsvefnum eða hafa samband við kennara áfangans.