Hver eru þín næstu skref?

Að stinga sér á kaf í framboð námsleiða og starfa

Nú fer apríl að líða undir lok og því farið að styttast verulega í að skólameistari og áfangastjóri skólans fari að brautskrá nýjan hóp ME-inga sem náð hafa markmiðum sínum um að ljúka prófi frá ME (hvort heldur sem um ræðir stúdentspróf, próf af starfsbraut, framhaldsskólapróf eða viðbótarnám til stúdentsprófs). 

..og hvað á svo að fara að læra...?

Ég get vel trúað að mörg ykkar séu farin að fá þessa spurningu reglulega þessa dagana. Ykkur finnst ef til vill ansi stutt síðan þið voruð í 10. bekk og spurningin hljómaði þess í stað "á hvaða braut ætlarðu" eða "í hvaða framhaldsskóla ætlarðu"? Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða og ef til vill eruð þið mörg nú þegar komin með smá hnút í magann vegna næstu skrefa. Sum hver kannski alveg með þau á hreinu og hnúturinn er bara spenna og eftirvænting, önnur með nokkur hugmyndir að næstu skrefum og enn önnur mögulega algjörlega týndi í hafsjó námsleiða og starfa og vitið ekki í hvorn fótinn þið eigið að stíga. 

Hvað þarf ég að hafa í hug til að taka ákvörun?

Það er margt sem þarf að hafa í huga á þessum tímamótum og þess vegna getur verið flókið og erfitt að taka ákvörðun. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga.

  1. Sjálfsþekking er grundvallaratriði, það er, að vita hvar áhugasviðið og styrkleikarnir ykkar liggja og hver gildi, persónueinkenni og sjálfsviðhorf ykkar eru, er mikilvægt.
  2. Hvers krefjast störfin og námsleiðirnar sem þú ert helst að velta fyrir þér af þér - hvað áhugasvið, styrkleika og annað slíkt varðar? Hvaða undirbúningur er nauðsynlegur fyrir þig? Er aðrir þættir nokkuð að hafa áhrif á ákvörðun þína? Hvaðan sprettur áhugi þinn á þessum störfum? Kemur áhugi þinn á þessu starfi/námi ekki örugglega frá þér eða eru aðrir þættir mögulega að hafa áhrif á þig og val þitt? T.d. utanaðkomandi pressa, kynjaðar hugmyndir um náms- og starfsval, hugmyndir þínar um "virðingarstiga" starfa eða jafnvel bara óljósar hugmyndir um nám og störf.
  3. Hvernig fara þessar síðan saman upplýsingar saman? Hvernig munt þú sem einstaklingur og persóna og námið/starfið sem heillar passa saman? Mun það koma til með að næra áhuga þinn, passa gildum þínum og persónuleika, geturðu ræktað styrkleikana þína þar o.sfrv.

Á þessari vegferð og þá sér í lagi í skrefi 2, er nauðsynlegt að nýta sér vefsíður eins og Næsta skref og svo vefsíður Háskólanna og annarra skóla. Kennsluskrár háskólanna innihalda yfirleitt mjög góðar upplýsingar og gefa góða innsýn inn í áfanga hverrar námsleiðar, markmið þeirra og kennsluhætti. Einnig getur verið gagnlegt að skoða námsvalshjól HÍ. Ekki síðan gleyma að velta fyrir þér iðn-, verk- og starfsnámi, t.d. í Verkmenntaskólunum og Tækniskólanum.

Gamli, kóði "kosta-og-galla listinn" gæti komið sér vel í þessari vinnu. (Ath. ef þú hleður honum niður og opnar síðan í .pdf lesara eins og Foxit Reader geturðu skrifað beint inn í listann í tölvunni þinni). 

Að sækja um háskólanám

Hér fyrir neðan má finna samantekt á ýmsum gagnlegum upplýsingum þegar kemur að umsóknarferli háskólanna. 

Made with Padlet

 

Mig langar til að minna á ég er til taks fyrir ykkur í þessari vegferð svo ekki hika við að kíkja á mig eða bóka tíma í gegnum Innu eða tölvupóst. 

Hlýjar kveðjur, 
Nanna, náms- og starfsráðgjafi