Innritun nýnema í dagskóla lýkur 8. júní

Nú styttist í að Menntamálastofnun loki fyrir formlega innritun nýnema í dagskóla en umsóknarfrestur rennur út 8. júní. Við hvetjum því þau sem eiga eftir að sækja um til að gera það sem allra fyrst í gegnum vefsíðu menntagáttar. Þeir nemendur sem eru að útskrifast úr grunnskólum þessa dagana eiga að hafa fengið veflykil afhentan í grunnskólanum sínum. Eldri nemendur sækja um með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. 

Formleg innritunarbréf verða send nýjum nemendum í síðasta lagi 25. júní. Ef einhverjum umsækjanda hefur ekki borist póstur fyrir þann tíma þá biðjum við viðkomandi um að hafa samband við skólameistara í gegnum netfangið ao@me.is. 

 

Opið verður fyrir umsóknir í fjarnám til 31. júlí. Umsóknir í fjarnám fara hér í gegn.