Innritun nýnema í ME

Nemendur sem eru að koma úr 10. bekk fá innritunarpóst fyrir dagskóla og heimavist í Menntaskólann á Egilsstöðum mánudaginn 28. júní.
Allir nýnemar sem settu ME í fyrsta val verða innritaðir í skólann en miðlægar tafir valda þessari seinkun svarbréfa til nýnema.
Greiðsluseðlar vegna skólagjalda koma sömuleiðis í lok júní með eindaga 3.ágúst.
Þeir birtast í heimabanka forráðamanna nemenda yngri en 18 ára en nemendur sem orðnir eru 18 ára fá greiðsluseðil í sinn heimabanka.