Íslenskir tónleikar TME

Tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir tónleikum í Sláturhúsinu þann 7. október næstkomandi. Mikið af hæfileikaríkum nemendum taka þátt í starfi TME og munu þessir tónleikar vera undir yfirskriftinni "Íslenskir tónleikar". Flutt verða lög eftir Stuðmenn, Bubba, Sálina hans Jóns míns, Todmobile, Grýlurnar, Dúkkulísurnar og fleiri. Miðaverð er 2500 kr. á mann, 1500 kr fyrir nemendur ME. Miðar verða seldir við innganginn. Húsið opnar klukkan 19:30 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Fjölmennum og styrkjum flott menningarstarf nemenda ME.