Jafnréttis- og mannréttindavika ME

Í þessari viku mun jafnréttisnefnd skólans standa fyrir jafnréttis- og mannréttindaviku. Boðið verður upp á allskyns viðburði og skemmtilegar uppákomur sem minna á þessar áherslur.

Í tilefni af jafnréttisvikunni verður ljósmyndasamkeppni fyrir nemendur skólans undir myllumerkinu #MEjafnrétti. Nemendur taka þátt með því að mynda eitthvað sem þeim þykir lýsa jafnrétti og merkja á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #MEjafnrétti. Veitt verða verðlaun fyrir 3 bestu myndirnar. Dómnefnd mun velja 5 bestu myndirnar sem verður svo kosið á milli.

Á mánudaginn 8. febrúar eru nemendur hvattir til að fara inn á Amnesti International í verkefnatíma og skoða þær áherslur sem þar eru.

Á þriðjudag verður hinsegin Kahoot í 10 frímínútunum.

Á miðvikudag verður hugað að jafnrétti í 6. blokkinni.

 

Á föstudag verður litríkur dagur þar sem nemendur og starfsmenn eru hvattir til að mæta í litskrúðugum fötum og mun mötuneyti skólans bjóða upp á "jafnrétt" (regnbogatertu) í eftirmat í hádeginu.

Hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að taka virkan þátt í vikunni.