Jafnréttis- og mannréttindavika ME

Gleði, virðing, jafnrétti
Gleði, virðing, jafnrétti

Jafnréttis- og mannréttindavika ME er nú í gangi. Í tilefni af vikunni er minnt á jafnrétti daglega með ýmsum uppákomum. Vikan hófst á því að kennarar sýndu kl. 9 í morgun myndband um "The Tea Concept". Á morgun, þriðjudag verður áhersla á mannréttindi  og kynnt herferð Amnesty International. 

Á miðvikudag verður þemað "Orð bera ábyrgð" og undir þeim merkjum verður hatursorðræða skoðuð.

Á fimmtudag verður fyrirlestur í hádeginu "Gegn kynbundnu ofbeldi" en hún Sigurbjörg Harðardóttir frá Aflinu verður með erindið.

Á föstudaginn verður áhersla á virðingu og að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Þetta verður meðal annars gert með jafnréttis- og mannréttinda Kahooti í 10 frímínútunum.

Gott er að vekja athygli á því að ME var að uppfæra jafnréttisstefnu sína sem var birt á heimasíðu skólans rétt í þessu. Þar voru sameinaðar jafnréttis- og jafnlaunastefna skólans ásamt áætlunum í þeim efnum. Hvetjum áhugasama til að kynna sér stefnuna.