Jólakveðja og lokun skrifstofu

Gleðileg jól
Gleðileg jól

Menntaskólinn á Egilsstöðum sendir hugheilar jóla- og nýársóskir til nemenda, starfsmanna, foreldra og velunnara skólans. 

Skrifstofa skólans lokar 22. desember og opnar aftur eftir jólafrí þann 3. janúar. Ef nauðsynlega þarf að ná í skólameistara er bent á tölvupóst.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar en engir verkefnatímar verða þann daginn.

Heimavistin opnar eftir klukkan 16 þann 3. janúar.

Sjáumst hress á nýju ári.