Kynningardagur ME 22. mars

Við í Menntaskólanum á Egilsstöðum bjóðum 10. bekkinga og forráðafólk hjartanlega velkomin á opið hús í ME, miðvikudagskvöldið 22. mars n.k. á milli kl. 18.00-20.00. Hægt er að koma við hvenær sem er á þeim tíma. Hæfilegt er að reikna með klukkustund í heimsóknina. Viðburðurinn er nokkurs konar ratleikur með spurningum og verkefnum sem fólk leysir í símunum sínum með því að rölta um húsakynni skólans og spjalla við nemendur og starfsfólk.
Leikurinn fer fram í gegnum smáforritið Actionbound sem við mælum með að fólk sé búið að hlaða niður í símana sína fyrir komuna í ME, hér má finna niðurhal fyrir iOS síma og fyrir Android. Þeir sem vilja geta sleppt ratleiknum og gengið um skólann.
Á viðburðinum býðst ykkur, bæði nemendum og forráðafólki, tækifæri til að öðlast skemmtilega innsýn inn í skólastarfið, námsframboðið, þjónustuna, heimavistarlífið og síðast en ekki síst félagslífið. Nemendur, kennarar og starfsfólk sýna frá skólastarfinu á stöðvum víðsvegar um skólann og ykkur gefst tækifæri til að spyrja að öllu því sem ykkur langar að vita um ME.
Boðið verður upp á léttan kvöldverð í mötuneytinu.
Við viljum vinsamlegast biðja ykkur að skrá komu ykkar í gegnum hlekkinn hér ekki síðar en 8. mars: 
 
Viðburður er einnig stofnaður á Facebook þar sem ef til vill bætast við upplýsingar. Viðburðinn má finna hér
 
Við vonumst innilega til að sjá ykkur.
Kærar kveðjur,
Starfsfólk og nemendur ME