Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema í ME þriðjudag 30. ágúst kl 17:30

Fundurinn verður í fyrirlestrarsal skólans á neðri hæð kennsluhúss. Hann verður einnig sendur út á zoom fyrir þá forráðamenn sem eiga lengra til.

Hér er slóð á fundinn: https://eu01web.zoom.us/j/63241144455

Farið verður yfir náms- og kennsluumhverfi skólans og þá aðstoð sem býðst innan skólans til handa nemendum.

Einnig verður reynt að svara spurningum sem upp koma.

Aðalfundur foreldra- og hollvinasamtaka ME verður í lok kynningar með hefðbundinni aðalfundardagskrá.

Hlökkum til að sjá ykkur.