Landshlutafundur Grænfánans

Í lok september tók ME þátt í landshlutafundi Grænfánans á vegum Landverndar. Þarna voru mættir fulltrúar þeirra 6 skóla á Austurlandi sem eru á "grænni grein" og vinna að því að öðlast Grænfánann. Þetta gera skólarnir með því velja sér ákveðið þema tengd umhverfimálum og innleiða þau í skólanámskránna. Fundurinn sem var haldinn í Brúarási, var í fyrsta skipti skipaður nemendum frá þátttökuskólunum en ekki bara kennurum. Auðvelt er að segja að það hafi tekist vel til, sérstaklega á loftslagsþingi sem var síðasti liðurinn á dagskránni. Þar fengu nemendur að láta ljós sitt skína í tillögum að bættri umhverfisvindund í framtíðinni.

Menntaskólinn hóf þátttöku fyrir ári síðan. Umhverfisnefnd skólans hefur verkefnið á sínum snærum og valdi "neyslu og hringrásarhagkerfi" sem fyrsta þema. Áherslan var strax áberandi á virðingarviku sem haldin var hérna um miðjan september þó að hluti dagskrárnar hafi rignt niður tókst nokkuð vel til með að virkja nemendur í að skiptast á notuðum fötum. En betur má ef duga skal og á næstu mánuðum koma væntanlega tillögur frá umhverfisnefnd um hvernig hægt er að auka vitund nemenda um neyslu þeirra og ábyrgð.