Leitum að liðsauka - Umsjónarmaður heimavistar

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í 50% starf umsjónarmanns heimavistar.

ME er framsækinn og öflugur framhaldsskóli. Stefna skólans er meðal annars að tryggja breiðum hópi fólks tækifæri til náms með fjölbreyttu námsframboði, kennsluháttum og námsmati ásamt persónulegri þjónustu og öflugu fjarnámi. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir.

Gildi skólans eru gleði, virðing og jafnrétti. Gildin endurspeglast í starfi skólans og skólabrag. Nýlega hlaut Menntaskólinn á Egilsstöðum nafnbótina Stofnun ársins, annað árið í röð, sem gefur til kynna góðan starfsanda, samheldinn hóp starfsmanna og gott vinnuumhverfi.

Allar nánari upplýsingar um starfið og hvernig sótt er um er að finna á starfatorgi eða hér.