Lokun skrifstofu vegna sumarleyfa

Skrifstofa ME lokar að loknum vinnudegi 21. júní og opnar aftur eftir verslunarmannahelgi 6. ágúst. Þau sem eiga brýnt erindi eru beðin að senda skólameistara tölvupóst á netfangið ao@me.is

Innritunarbréf til dagskólanema fara út fyrir lokun skrifstofu

Umsóknarfrestur í fjarnám er til 8. ágúst. Fjarnemendur munu fá send bréf um það leyti sem kennsla hefst, 20. ágúst.

Hlökkum til að hitta nemendur endurnærð í haust. Gleðilegt sumar!

Starfsfólk ME