ME á móti Versló í 2. umferð Gettu betur

Menntaskólinn á Egilsstöðum dróst á móti Verzlunarskóla Íslands í 2. umferð Gettu betur. Viðureignin fer fram 16. janúar næstkomandi og er fyrsta viðureign kvöldsins. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Rás 2. 

Við óskum Katrínu Eddu, Heiki Inga og Rafael Rökkva góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með.

Nánari upplýsingar um aðrar viðureignir 2. umferðar má finna hér.

Áfram ME!